Peningar

Peningar eða  er í hagfræði sérhver vara eða hlutur, sem hægt er að nota sem greiðslu eða skiptimynt og til varðveislu eða mælingar verðmæta. Í sumum tilfellum er þess einnig krafist að peningar geri kleift að fresta afhendingu „raunverulegra“ verðmæta. Í daglegu tali eru peningar samnefnari við opinbera gjaldmiðla tiltekinna ríkja.

Mikilvægi peninga felst í því að þeir gera vöruskipti óþörf en vöruskipti eru oft óhagkvæm þar sem þau byggjast á því að báðir aðilar viðskipta hafi vöru sem gagnaðilinn hafi áhuga á. Með peningum er málið einfaldað þar sem hægt er að afhenda einum aðila vöru í skiptum fyrir peninga og greiða svo öðrum aðila fyrir þá vöru sem óskað er eftir.

Gjaldmiðill

Gjaldmiðill eða verðmiðill nefnist eining sem gefur til kynna verðmæti og er notuð sem greiðslumiðill í viðskiptum með vörur og þjónustu. Gjaldmiðlar eru eitt form peninga ef peningar eru skilgreindir sem flutningsmiðill verðmæta sem hafa þó ekki eiginlegt verðmæti sjálfir. Oftast er aðeins einn gjaldmiðill ráðandi á tilteknu svæði, til þess að auðvelda viðskipti milli svæða með mismunandi gjaldmiðla er gengi þeirra skráð, þ.e. verðmæti gjaldmiðla gagnvart hverjum öðrum. Gengi gjaldmiðils ræðst af lögmálum framboðs og eftirspurnar á sama hátt og verð á vörum og þjónustu.

Oftast ákveður hvert land að gera einn ákveðinn gjaldmiðil að lögeyri í landinu sem veitir þeim gjaldmiðli yfirburðastöðu innan landsins, gjaldmiðlinum er stýrt af sérstakri ríkisstofnun sem kallast seðlabanki sem hefur einkarétt á því að framleiða gjaldmiðilinn og getur þannig stýrt framboðinu af honum þegar þörf krefur. Frá þessu geta þó verið undantekningar. Algengt er að mörg lönd noti sama nafnið fyrir gjaldmiðla sína, þar má nefna krónur sem er nafn gjaldmiðlanna sem Norðurlöndin fyrir utan Finnland nota. Mörg lönd geta einnig deilt sama gjaldmiðli og rekið sameiginlegan seðlabanka eins og er tilvikið með evruna. Lönd geta líka skilgreint gjaldmiðil annars lands sem sinn eigin lögeyri eins og Panama þar sem Bandaríkjadalur er notaður sem lögeyrir.

Peningaþvætti

Peningaþvætti á við það að hylja uppruna illa fenginna peninga svo að þeir virðast stafa af löglegri starfsemi. Tilgangur peningaþvættis er að hindra það að finna út af því hvort einhver á peninga af ólöglegum uppruna svo að hann geti notað þá. Talað er um að þvo eða þvætta peninga.

Ýmsar tæknir eru notaðar til að þvo peninga, til dæmis er stórri upphæð skipt upp í smærri upphæðir sem eru svo lagðar inn á nokkra bankareikninga. Þvegnir peningar eru oft afrakstur glæpa eins og þjófnaðarfíkniefnasölu eða vændis. Oft eru slíkir peningar lagðir inn á t.d. erlenda bankareikninga í skattaskjólum eða löndum þar sem peningaþvættislög eru ekki svo ströng.

Skattur

Skattur er gjald eða önnur álagning sem sett er á einstaklinga eða lögaðila (fyrirtæki og stofnunar) af ríkinu eða jafngildi ríkis (t.d. af ættbálkaðskilnaðarhreyfingubyltingarhreyfingu o.fl.).Skattur er reiknaður af eignum, tekjum o.fl.

Beinir skattar eru skattar innheimtir hjá þeim sem ætlað er að bera þá. Óbeinir skattar skattar einkum lagðir á neysluvöru, venjulega eftir verðmæti þeirra.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: