Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á aðila, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt. Nánar tiltekið virkaði gallinn á þann veg að hægt var að hringja í einhvern í gegnum Group FaceTime og plata forritið til að kveikja á myndavél og hljóðnema þess sem verið var að hringja í áður en viðkomandi svaraði.
Sjá má á Vef Apple að Group FaceTime sé lokað tímabundið.